F.A.Q.

Spurt og
svarað?

u

Hvar er brettageymslan.is staðsett?

Þönglabakki 1, kjallari (Mjódd).

 

u

Hvað tekur eitt bretti mikið?

Fullstaflað euro-bretti getur að hámarki verið: hæð 200 x lengd 120 x breidd 80

u

Hvernig tek ég bretti á leigu?

Þegar öllum þínum spurningum hefur verið svarað og þú tekur ákvörðun um viðskipti þá sendir þú staðfestingu í fyrirspurnarboxið okkar hér á vefsíðunni eða sendir beint á  info@brettageymslan.is / þar tekur þú fram fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang, áætlaða dagsetningu samnings og hvort þú kjósir flutning.

u

Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?

Bankakrafa eða kreditkort.

u

Hvað með tryggingu?

Leggja þarf fram kreditkort sem tryggingu.

u

Hvernig er húsnæði brettageymslunnar?

Húsnæðið er upphitað, vaktað með reyk og hitaskynjurum ásamt öryggismyndavélum.

u

Hvernig er best að raða á bretti til að lágmarka kostnað?

Til að nýta brettið sem best og lágmarka kostnað er gott að hafa í huga að kassar sömu stærðar raðast betur. Einnig getur verið auðvelt að taka í sundur rúmbotna og þ.h. en það sparar mikið pláss. Þess má geta að við seljum kassa sem passa mjög vel á brettin.

u

Hver er lágmarks leigutími og uppsagnarfrestur?

Lágmarks leigutími er einn mánuður. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við dagsetningu uppsagnar leigusamnings.

u

Þarf að greiða leigu fyrirfram?

Já, greiða þarf einn mánuð fyrirfram.