Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda hjá Brettageymslunni.

  1. Leigutímabil-   Lágmarks leigutími er einn mánuður. Leigutími er ávallt í heilum mánuðum frá leigudegi. Uppgjör varnings sem tekinn er í geymslu 15. janúar og sagt upp 10. febrúar skal miðast við 14. mars sem síðasta leigudag.
  2. Uppsögn leigusamnings- Uppsagnarfrestur leigutaka og leigusala er að lágmarki einn mánuður. Segja þarf upp leigusamningi skriflega af hálfu leigutaka. Hægt er að senda uppsögn rafrænt í fyrirspurnarforminu hér á vefsíðunni, info@brettageymslan.is    en þá er nauðsynlegt að uppsögn komi frá netfangi sem skráð er í leigusamningi. Þegar um er að ræða fasta samninga til lengri tíma þá rennur leigutíminn ekki út fyrr en á lokadegi samnings.
  3. Brettalosun-  Ef leigutaki vanrækir að sækja varning á síðast leigudegi þá ógildist uppsögn og leigutaki þarf aftur að tilkynna uppsögn á sama hátt og áður.
  4. Haldlagning varnings-    Ef leigutaki stendur ekki í skilum eða vanefnir samning þann er gerður hefur verið er honum meinaður aðgangur að varningi sínum þar til greiðsla hefur borist. 
  5. Vanefndir (rýming)-  Ef vanefndir eru viðvarandi og ekkert hefur verið greitt í þrjá mánuði er leigusala heimilt með einhliða aðgerðum án aðkomu sýslumanns að rýma geymsluna.  Varningi er þá fargað eða hann seldur, en leigusala er heimilt án frekari fyrirvara að láta andvirði seldra muna renna upp í skuld leigutaka. Leigusala er einnig heimilt að halda eftir fyrirfram greiddri leigu eða tryggingu til greiðslu inn á vanefndir. Leigutaki er ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem hlýst af förgun og rýmingu. Leigusali ber ekki ábyrgð á þeim fjárhagslega skaða sem leigutaki telur sig hafa orðið fyrir með haldlagningu, förgun eða sölu varnings.  Leigusali fer þó aldrei í rýmingu án þess að tilkynna leigataka fyrirætlan sína með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Leigutaka er send tilkynning um rýmingu eða förgun á uppgefið netfang og eða símanúmer skv. leigusamningi (símanúmer þarf að vera Íslenskt)  Að tilkynna um breytingar á símanúmeri og eða netfangi á samningstíma er á ábyrgð leigutaka og ber því leigusali ekki ábyrgð á fjárhagslegu tjóni sem leikutaki telur sig hafa orðið fyrir vegna þess.
  6. Hverjum er heimill aðgangur að varningi í geymslu- Aðeins leigutaka og einum aðila aukalega (tengilið leigutaka) sem tilgreindur er á leigusamning er heimill aðgangur að geymsluvarningi.  Nauðsynlegt er að leggja fram skilríki til auðkenningar.
  7. Tryggingar-  Brettageymslan.is/Flutningar og þjónusta ehf. tryggir ekki muni leigutaka og er þeim því bent á að tryggja sjálfir sína muni, kjósi þeir svo.  Hægt er að hafa samband við sitt tryggingafélag til að fá varninginn tryggðan á samningstíma.
  8. Óheimilt að geyma-  Ekki er heimilt að geyma hættuleg efni eins og eldsneyti, sprengiefni, gaskúta eða slíkt. Geymsluvarningur má ekki gefa frá sér lykt sem spillir umhverfi annarra leigjenda. Varningurinn má ekki þarfnast kælingar.
  9. Ábyrgð leigutaka-  Allar breytingar sem kunna að verða á leigusamningi á leigutíma svo sem breytt heimilisfang, sími, netfang eða þess hátta þurfa á berast á leigusala.
  10. Ef upp koma bilanir í kerfum-  Leigusali ber ekki ábyrgð á bilunum sem kunna að verða á búnaði eins og rafmagni, lögnum, brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi, öryggismyndavélum, meindýravörnum og þ.h. 
  11. Aðgangur að geymluvarningi-  Leigutaki lætur vita af komu sinni símleiðis með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara.
  12. Gjaldskrá-  Leigusala er heimilt að breyta leiguverði einhliða en tekið er mið af vísitölu neysluverðs. Ekki er þó heimilt að hækka verð á samningstíma langtímasamninga.
  13. Ágreiningur-  Ef leigutaka og leigusala greinir á um túlkun leigusamnings eða skilmála ber aðilum máls að reyna til þrautar að leysa ágreiningsmálin sín á milli. Sé lausnamiðuð samningaleið ekki að ganga skal reka dómsmál vegna ágreinings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.