
F.A.Q.
Spurt og
svarað?
Hvar er brettageymslan.is staðsett?
Þönglabakki 1, kjallari (Mjódd).
Hvað tekur eitt bretti mikið?
Fullstaflað euro-bretti getur að hámarki verið: hæð 200 x lengd 120 x breidd 80
Hvernig tek ég bretti á leigu?
Þegar öllum þínum spurningum hefur verið svarað og þú tekur ákvörðun um viðskipti þá sendir þú staðfestingu í fyrirspurnarboxið okkar hér á vefsíðunni eða sendir beint á info@brettageymslan.is / þar tekur þú fram fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang, áætlaða dagsetningu samnings og hvort þú kjósir flutning.
Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?
Bankakrafa eða kreditkort.
Hvað með tryggingu?
Leggja þarf fram kreditkort sem tryggingu.
Hvernig er húsnæði brettageymslunnar?
Húsnæðið er upphitað, vaktað með reyk og hitaskynjurum ásamt öryggismyndavélum.
Hvernig er best að raða á bretti til að lágmarka kostnað?
Til að nýta brettið sem best og lágmarka kostnað er gott að hafa í huga að kassar sömu stærðar raðast betur. Einnig getur verið auðvelt að taka í sundur rúmbotna og þ.h. en það sparar mikið pláss. Þess má geta að við seljum kassa sem passa mjög vel á brettin.
Hver er lágmarks leigutími og uppsagnarfrestur?
Lágmarks leigutími er einn mánuður. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við dagsetningu uppsagnar leigusamnings.
Þarf að greiða leigu fyrirfram?
Já, greiða þarf einn mánuð fyrirfram.